Monday, March 05, 2007

Mars

Hi hi

það er ekki mikið í fréttum...

Í seinustu viku þá hringdu þeir frá SÞ í mig og settu á fund seinna í mánuðinum, stuttu síðar heyrði ég frá íslendinga deildinni innan SÞ og þeir settu á fund í miðjum mánuði... Seinna í dag verð ég svo að hitta bossanna í upublic til þess að ræða sömu hugmynd. þeir eru hrifnir af hugmyndunum og vilja ræða það hvernig upublic getur notað hana...

Það má segja að hugmyndin sé loksins kominn út úr byrginu og út á flugbraut, nú þarf bara að dæla eldsneyti og manna vélina... svo getur hún tekið á loft.

Ég sótti um aðra auka vinnu í síðustu viku - að þjálfa litla krakka í fótbolta. Var ágætlega borgað og fínir tímar... Við vorum tvö í interview... ég og svo stelpa sem hafði ekki spilað fótbolta síðan í high school... vissi gott sem ekkert um boltann... En eftir svona klukkutíma og kallinn nánast að hunsa stelpuna til þess að spyrja mig út í taktík og annað... mikill áhugi fyrir því að ráða mig gefið alla reynsluna (samanborið) og áhugann. En svo, 'I see here that you didn't fill out the social security number'... ég alveg bara , ja ég er nú ekki kani. 10 sec síðar var ég á leiðinni út vegna þess að þeir vilja kana...

Svo til að toppa þetta einkennilega hlutverk frjáls markaðar hér í NYC, þá er sími internet og cable um 15000ISK á mánuði ... ekki það að það sé svo slæmt, en það er fullt af rugl rukkunum í þeim reikningi ... það stendur svo á að við höfum ekkert val á þjónustunni, það er búið að monopoliza geirann og viðskipta vinum skipt niður eftir því hvar þeir búa... Time Warner hefur þetta hverfi, svo ég verð að skipta við þá. Hversu asnalegt er það?

Í aðalborg þess lands sem gengur um heiminn með hervaldi og heimtar að önnur ríki setji upp free market, þá var starfinu stýrt frá best man for job to stupid girl with no experience... Just because she was born on some particular continent. :(

Ég kláraði Changing Mind's nýverið... áhugaverð bók, helst til of fræðileg...

Ég er svo að lesa Mountains Beyond Mountaints sem vann pulitzerinn... mjög áhugaverð bók og kvati fyrir betri lífsmarkmiðum. þessi bók á eftir að hafa áhrif á mig... (bara hálfnaður)

heyrumst
Steini

3 comments:

Anna Lea said...

kaninn er skrítinn..
Við verðum líklega öll í Svíþjóð á sama tíma í sumar nema Sandra og þú. Spurning fyrir þig að kíkja líka??

Gunnar Gestsson said...

Sæll Steini

Það er eitthvað að gerast á Íslandi.

http://www.visir.is/article/20070308/FRETTIR01/103080123

http://island.is/

Sandra said...

En fúlt, afhverju að vilja kana bara útaf því að hún er kani?

Akkuru má ég ekki koma með til Sverge líka?!