Monday, October 09, 2006

Hallo Familía

Jæja, ég hef verið að bíða eftir einhverjum góðum fréttum áður en ég póstaði. Viðskiptin í menntakerfinu ganga hægt fyrir sig... En, mikilvægt skref fyrir okkur var það að núna erum við komin með skrifstofu innan Columbia -- non-profit hluti fyrirtækisins er nú orðinn hluti af Columbia. Orðspor okkar vex og athygli er að aukast. Við eigum vissulega eftir að hafa góð áhrif á þróun menntunarmála, bæði hérlendis og annarstaðar. Það er stefna okkar að byggja út frá sambandi okkar við Columbia og þróa svipað samband við aðra háskóla víða um heiminn. Langtíma stefna okkar er að þróa samstarf á sviði rannsókna og byggja á samansöfnuðum 'krafti' úr æðri menntun (háskólum og sérskólum) til að styðja við menntun, sem og almenna samfélags þróun í gegnum menntun, hvar sem þarf.

Langtíma markmið okkar er það sama og margar aðrar stofnanir hafa sett, okkar sérsvið kemur til með að vera nýting nýrrar tækni til að bæta menntun og upplýsinga miðlun yfir höfuð. Það verður okkar sérsvið, en við getum samt sem áður boðið upp á heildar lausn og þjónustu við uppbyggingu á skólum.

Ég hef verið hluti af mörgum of okkar metnaðafullu hugmyndum. Ég hef verið að læra mikið um heimsins þróunarmál og ég vil hafa áhrif á þessi málefni. Ég sótti um meistaranám í Columbia's School of International and Public Affairs. Það er mjög erfitt að komast inn, en ég tel að ég hafi það sem þarf. Ég tel að þetta sé rétt skref fyrir mig, ég verð einfaldlega að vonast til þess að komast inn.

Ef ekki, og ekkert gengur með starfið, þá verð ég að leita á önnur mið...

Þetta var meira svona samantekt á stöðu minni í dag. Ég lofa að nota þetta blog í framtíðinni til að tala um hina hversdagslegu atburði.

Heyrumst mia familia!

p.s- ég sakna ykkar!

3 comments:

Unknown said...

Hæ Steini bró!
Ánægð með það að þú sért kominn með blogg svo maður geti aðeins fylgst með þér! Það tekur ekki langan tíma að henda inn einni stuttri færslu bara til að láta vita að þú sért lifandi
Vonandi fer þetta allt að ganga betur.
Kveðja
Sandra

Gaui J�hannss. said...

You can do it. No doubt. Ég skal mæla með þér inn í þetta nám, ekki málið. Þú mannst bara ef þú verður einhvern tíma filthy ríkur þá er ég eini mágur þinn. ok. :)

Unknown said...

Hey ég ætla nú ekkert að vera single forever!!