Monday, October 16, 2006

í skrifstofu á móti Clinton

ja... hann notaði skrifstofu hinu meginn við götuna, en samt nokkuð nálægt.

Ég sit á skrifstofunni og hef verið að lesa mig til um Dr. John Bransford, maður sem hefur rannsakað og skrifað um hvernig kunnáttu er aflað og hvernig best væri að haga menntun svo að fá sem mest út úr því (fyrir nemendur)... Hann hefur verið að þróa hugmyndir um hvernig hægt væri að nota netið og sýndarveruleika (almennt líf á netinu) til þess að bjóða upp á ókeypis kennslu og nýta þá aðferð í samræmingu við kennslu í skólum.

Við vonumst til að geta starfað með Bransford við frekari rannsóknir og hjálpa honum að stofna menntastofnanir í gegnum leikinn 'second life.' Ég verð núna að lesa um verk Bransford og læra hvernig hann ímyndar fyrir sér framtíð menntunar á netinu. Þetta er ákaflega áhugavert og gaman að geta tekið þátt í svona hugmynda snýði. Ef allt gengur, þá munum við sækja um styrki fyrir þessum rannsóknum ... áður en það verður hægt, verður að byggja upp rannsóknina sem ákveðið ferli sem leiðir af sér product. þessi product, verður menntastofnun á 'second life'.

--------

Annars bíð ég spenntur eftir því að heyra frá Columbia... ég hef verið að grilla upp á síðkastið... neyddur til að horfa á hafnabolta með strákunum vegna þess að liðið þeirra 'Mets' komst loksins í undanúrslit... það er meira gaman af því að horfa og hlusta á viðbrögð þeirra heldur en leikinn sjálfan... það er farið að kólna heldur betur... ég hef klárað að lesa og mæli með:

Free World; Timothy Garton Ash
Leadership: Without Easy Answers; Heifetz

-er svo að lesa mjög áhugaverða bók um það hvernig þróunar aðferðir til þessa hafa frekar haldið aftur að þróunarlöndunum frekar en gefið þeim þetta langþráða 'big push' :
The White Man's Burden; William Easterly


Holloween er á næsta leiti, Demetri og Alex eiga afmæli þá helgi, svo við ætlum að halda party. Ég skal posta myndir af hlunknum þegar að því kemur.

Heyrumst!

1 comment:

Unknown said...

Hehe satt
þau eru líka skrifuð í svona stikkorðum, frekar fyndið!