Wednesday, January 10, 2007

Steini í Brooklyn

jæja, ég komst heill á leiðarenda.

það var gaman um helgina, allir vorum við félagarnir komnir (heim). Ég hitti Marc um helgina líka ... hef ekki séð hann síðan í lok Sep. Hann er svo upptekin við medschool að það er aldrei hægt að ná honum. Búinn að standa sig vel.

Dimmarinn er farinn að læra fyrir GMAT sem er standard test sem fólk tekur áður en hann fer í Business school. líklega ekki Columbia, heldur Dartmouth... en ég tel að hann eigi bágt með að fara úr NYC.

Svo Steini, hann er nú meiri kallinn. En, þetta virðist allt vera að reddast. Ég er byrjaður með mína þriðju part time vinnu. þá bestu hingað til. Ég er tekin við sem webmaster hjá Brooklyn Knights - knattspyrnuliði hér í Brooklyn. Síðan er ekki komin upp ennþá. Ég verð að ákveða hvað á að vera á henni -- það verður ýmislegt skemmtilegt -- ef þið eruð með eitthvað áhugavert, þá endilega lát í þér heyra.

Ég kem til með að vinna mikið við þetta þennan mánuðinn, en svo minnkar þetta eitthvað... ég mun skrifa eitthvað af greinunum, uppfæra upplýsingar, og halda utan um online tournaments til lengdar... Ég er að fá $37.50/tímann svo þetta er fínt!

Ég er einnig að vinna með Ársæl Guðmunds að Menntaborg. Þetta verður í gegnum upublic. Mjög áhugavert og vel borgað. Ég hlakka til að geta verið hluti af þróun menntunar á Íslandi.

Guðný, ég er ekki búinn að fara í búðina, en gera það bráðlega...

Hreiðar, ég athugaði aftur með bókina. Fæst ekki enn... ekkert á netinu heldur, annað en http://www.pastoralpeoples.org/docs/camel_conf_proc.doc

Sandra, velkomin heim. Ég gerði ekkert við tölvuna þína vegna þess að Vista sem þú vildir kemur út seinna í þessum mánuði...

Ali, þú verður að senda mér linkinn á bloggið þitt.. ég finn hann ekki. Svo set ég hann í startup svo ég fá instant update frá Aðalgötunni.

Gunni, guð = almiðill??

Páps, ertu byrjaður að skrifa?

Mamma, það elskuð allir smákökurnar og meira var jólasalatinu hrósað... er einhver séns á því að þú sendir mér uppskriftir? nennurðu að pikka þær inn??

Heyrumst,
Steini

No comments: